Send me a message

Use the form on the right to contact us.

I usually replay within 2-3 days.

all the best :-)

Mugison

Víkurgata
Súðavík, Westfjords
Iceland

Mugison, Icelandic Music Monster.

Reykjavík

Mugison ætlar að enda eina metnaðarfyllstu tónleikaferð seinni ára í Hörpu 1. desember.

Hann hefur spilað á rúmum 60 stöðum vítt og breitt um landið í sumar og haust, á kaffihúsum, í félagsheimilum, hlöðum, söfnum, brugghúsi, skólum, steypustöð, kirkjum, hótelum, íþróttahúsum, beitningarskúr og smurstöð. Tónleikarnir í Hörpu verða nokkurskonar “best of” frá þessum geggjaða túr þar sem hann spilar einn á kassagítarinn, með hljómsveit og nokkrum hljóðfæraleikurum sem stigu á svið með honum á tímabilinu, sannkölluð uppskeruhátíð. “Ég finn ekki nógu sterk lýsingarorð til þess að segja hversu spenntur ég er fyrir þessum tónleikum” segir Mugison fullur tilhlökkunar. Þessu má enginn missa af

miðar fara í sölu á tix.is og harpa.is fimmtudaginn 14. september