Gullregn

Árið 2013 setti Ragnar Bragason upp leikritið Gullregn í Borgarleikhúsinu að frumkvæði Magnúsar Geirs Borgarleikhússtjóra . Hann fékk mig til að gera tónlistina við leikritið og í kjölfarið vann ég næstu tvö leikrit með honum líka - saman mynda þau tríólógíu.

Hér er Hlaðvarpsþáttur, Skype-samtal, á milli mín og Ragga Braga um myndina og tónlistana. Við förum um víðan völl, hlustum á alla tónlistina, förum yfir undirbúningsferlið og svo upptökur, pælingar ofan á pælingar ofan. Hægt að hlusta hér í spilaranum hérna fyrir neðan.. og líka með því að klikka hér og fara yfir á Spotify




Í stuttu máli fjallar Gullregn um Indíönu Jónsdóttur sem býr á neðstu hæð í blokk í Breiðholtinu, son hennar Unnar og pólsku kærastu hans Daníelu, Jóhönnu (vinkonu Indíönu) og móður Indíönu hana Gerði. Gullregn er gamandrama, við þekkjum flest þetta fólk á einhvern hátt, geggjuð mynd.

Við Raggi pældum mikið í hvaða hljóðfæri gæti rímað vel við karakterana:

  • Indína er harpa, seiðandi, dul og viðkvæm.

  • Gerður (mamma Indíönu) er Celesta sem er að mörgu leiti skyld hörpunni en er barnalegri, stundum grallaralegt, studum ógnandi.

  • Daníela (pólska kærastan) er píanó, ábyrgðarfullt og einlægt.

  • Jóhanna er preperað-píanó, skrúfur og drasl liggja ofan á strengjunum. Jóhanna er nagli og skrúfa, er einhvernveginn að liðast í sundur en samt full af ást og brjálað úthald.

  • Unnar er málmblástur, lúðrasveit, brallari á fleygiferð.

í bílnum að semja Gullregn

Ég kann þvímiður ekkert nótur og svoleiðis þannig að ég samdi og spilaði allt inn í tölvuna á Linnstrument. Ég byrjaði að semja síðasta sumar þegar ég var að túra um landið, þá daga sem ég var ekki að spila var ég yfirleitt að þróa grunnhugmyndirnar, hljóma og melódíur. . Ég er svo heppinn að eiga sendibíl sem er hálfgerður CamperVan og gat unnið í honum þótt ég væri á tónleikaferðalagi. Géggjaður Lúxus.

Svo þegar ég kom loksins heim til Súðavíkur í haust þá fór ég að útsetja þetta í tölvunni og máta almennilega við myndina. Okkur Ragga langaði að tónlistin væri að einhverju leiti gamaldags og “lush” sem myndi ríma og styrkja þennan heim sem Indíana er búinn að búa sér til.. eða lifir í… og auðvitað er best að gera það með heilli sinfóníuhljómsveit.

Við vorum svo heppnir að fá styrk til að taka upp í pólska útvarpinu Sinfonia Viva. En svo að það væri hægt þá fengum við meistara Úlf Eldjárn til að útsetja fyrir hljómsveitina það sem ég var búinn að krota í tölvuna (ég kann ekkert á nótur). Ég held mikið uppá Úlf, hann er í einni bestu hljómsveit í heimi - Apparat Organ Quartet - og svo hefur hann gert heilan hellinga að geggjuðum verkefnum sem hægt er að skoða hér á heimasíðunni hans eða hoppa á Spotify og hlusta, algjör meistari og þvílík gæfa að fá hann inní verkefnið.

Við vorum í heila viku í pólska útvarpinu að taka upp með Sinfonia Viva og nokkrum vinum þeirra. Ég hef aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta, að vinna með svona stórum og fjölbreyttum hóp, hæfileikaríkum tónlistarmönnum, stjórnendum, listrænum stjórnanda, hljóðmeistara og hljóðmönnum. Svakalega mikið af flottu fólki. Lúxus de Lux.

Ég hef lengi snobbað fyrir Pólverjum og Póllandi og þessvegna algjör unaður að vera áfram í Varsjá eftir að upptökum lauk, í auka 10 daga. Ég fékk frábæra studíóíbúð við Poznańska sem er nokkuð miðsvæðis með geggjaða veitingarstaðir út um allt. Ég mixaði/hljóðblandaði á daginn, svo kom Raggi í heimsókn á kvöldin og hlustaði, gaf mér punkta og svo fórum við út að borða á hverju einasta kvöldi, súper dúper gott stöff. Vá!!!

Ég er svakalega ánægður með tónlistana og samstarfið við Ragga og alla sem komu að Gullregni. Endalaust takk takk takk fyrir kærlega :-)

Mugison1 Comment