Náttúrutónleikaferðin!

AF990572-9772-4C9C-9FD0-861FFA43B397.JPG

Hæ :-) ég ætlaði að vera duglegur að fara um landið og spila á skrítnum og skemmtilegum stöðum. En útaf ástandinu þá reyndist þetta mér erfitt í framkvæmd, ég var aldrei viss hvernig ég gæti tryggt fjöldatakmarkanir.. verandi bara einn með gítarinn.

En ég náði að spila í Skálavík og í fjörunni útá Langeyri í Súðavík, fékk líka að hita upp fyrir hljómsveitina Bubbi Morteins í Turnhúsinu Neðstakaupstað (ég spila reyndar á trommur í þeirri hljómsveit). Það er hægt að sjá upptökur frá þessum tónleikum á Facebook.

Strax og ég get þá ætla ég að reyna að klára þetta Náttúrutónleikaferðalag, vonandi eitthvað í haust, kannski smá í vetur og svo af fullri hörku næsta sumar.. eða þegar Víðir leyfir.

Ég átti að vera í Færeyjum um mánaðarmótin og spila í Rúnavík, svo átti ég og KK að spila uppá Velli í Andrews leikhúsinu 3 sept og svo átti ég að góla með Magga Eiríks 5 sept í Hörpu að hada uppá 75 ára afmælið hans. Mér sýnist þessir tónleikar vera að fara detta á ís, en sjáum hvað setur. Ég ætlaði í gang með bandið mitt í Október og Nóvember, vonandi verður af því.

Eg hef verið að nýta tímann við að vinna í nýrri plötu og líka verið að leggja grunn að annari plötu í samstarfi við K.K og Magga Eiríks. Bæði verkefnin ganga mjög vel og vonandi sleppur eitthvað í loftið fljótlega, svona til að gefa ykkur smá smakk af því sem er væntanlegt.

Stuðkveðja

Mugison

MugisonComment